Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 10:42 Anna Kristbjörg Jónsdóttir ræðir hér við fréttamann eftir brunann á föstudag. Stöð 2 Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45