Færeyingurinn Brandur Olsen gæti verið á leið frá FH en sænska blaðið Helsingborg Dagblad greinir frá því að Helsingborg vilji kaupa miðjumanninn.
Brandur hefur verið í herbúðum FH síðan 2018 en hann á að baki 52 leiki fyrir Fimleikafélagið þar sem hann hefur skorað 16 mörk.
Hann er samningsbundinn FH út næstu leiktíð en hann er sagður vilja leita á önnur mið.
Brandur er færeyskur landsliðsmaður og á yfir 30 landsleiki að baki.
Hjá Helsingborg spilar KA-maðurinn Daníel Hafsteinsson
