Fyrrum leikmaður kvennaliðs Keflavíkur skrifaði NBA söguna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 11:45 Jenny Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Getty/Tom Pennington Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt. Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum. Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt. Rick Carlisle sent a post-midnight text to several reporters to note a piece of NBA history. pic.twitter.com/lSFjTxiHUe— Tim MacMahon (@espn_macmahon) December 27, 2019 Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik. Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum. Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni. An ill Stephen Silas led Dallas' Rick Carlisle to move Jenny Boucek onto the bench vs. San Antonio. Said Carlisle: "I believe this is the first time in NBA history there were two female assistant coaches (Becky Hammon and Boucek) on the front of opposing benches in the same game"— Marc Stein (@TheSteinLine) December 27, 2019 Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998. Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998. Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt. Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum. Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt. Rick Carlisle sent a post-midnight text to several reporters to note a piece of NBA history. pic.twitter.com/lSFjTxiHUe— Tim MacMahon (@espn_macmahon) December 27, 2019 Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik. Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum. Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni. An ill Stephen Silas led Dallas' Rick Carlisle to move Jenny Boucek onto the bench vs. San Antonio. Said Carlisle: "I believe this is the first time in NBA history there were two female assistant coaches (Becky Hammon and Boucek) on the front of opposing benches in the same game"— Marc Stein (@TheSteinLine) December 27, 2019 Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998. Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998. Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira