Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna.
Valið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í kvöld.
Undir stjórn Óskars vann Grótta Inkasso-deild karla í fótbolta og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Eftir tímabilið hætti Óskar hjá Gróttu og tók við Breiðabliki, silfurliði Pepsi Max-deildar karla.
Óskar stýrði Gróttu í tvö ár og á þeim tíma fór liðið upp um tvær deildir.
Óskar, sem er 46 ára, lék með KR á árunum 1991-97, og svo um tíma sem atvinnumaður með Strømsgodset í Noregi. Hann lék þrjá A-landsleiki.
Hinir sem komu til greina sem þjálfari ársins voru Alfreð Gíslason og Patrekur Jóhannesson.
Alfreð gerði Kiel að EHF-meisturum og bikarmeisturum í Þýskalandi. Undir stjórn Patreks varð karlalið Selfoss Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn.
Óskar Hrafn þjálfari ársins 2019

Tengdar fréttir

Alfreð tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ
Alfreð Gíslason, handboltaþjálfari, var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ á hófi samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ í kvöld.

Kvennalið Vals í körfubolta lið ársins 2019
Valskonur unnu alla titla sem í boði voru á árinu 2019.

Júlían íþróttamaður ársins 2019
Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019.