Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að félagið sé það stærsta á Englandi.
Arteta var ráðinn stjóri Arsenal 20. desember og stýrði liðinu í fyrsta sinn á öðrum degi jóla. Arsenal gerði þá 1-1 jafntefli við Bournemouth.
Arsenal er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Arteta stefnir mun hærra.
„Arsenal er stærsta félagið á Englandi og við þurfum að spila þannig, með smá hroka og trú,“ sagði Arteta.
„Lið eiga að óttast að koma og spila á okkar heimavelli,“ bætti Spánverjinn við.
Arsenal mætir Chelsea klukkan 14:00 í dag.
„Arsenal er stærsta félagið á Englandi“

Tengdar fréttir

Arteta: Hefðum getað skorað 3-4 mörk eftir stungusendingar frá Özil
Mikel Arteta var nokkuð sáttur eftir fyrsta leik sinn sem knattspyrnustjóri Arsenal.

Segja ekki nafn Özil í lýsingum
Knattspyrnulýsendur í Kína segja ekki nafn Mesut Özil í lýsingum sínum vegna gagnrýni hans á stjórnsýslu í landinu.

Umboðsmaður Xhaka segir að hann hafi samþykkt boð Jurgen Klinsmann
Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, hefur samþykkt tilboð Herthu Berlin um að ganga í raðir félagsins í janúar samkvæmt umboðsmanni hans.

Jafnt í fyrsta leiknum undir stjórn Arteta | Chelsea tapaði aftur á heimavelli
Pierre-Emerick Aubameyang tryggði Arsenal stig í fyrsta leiknum undir stjórn Mikels Arteta.