Frumlegt og frábært framtak, sem styðja ber! Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. desember 2019 08:00 Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flugeldar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra!
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun