Festar togara slitnuðu og snjóbíll með starfsmenn RARIK valt Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. desember 2019 12:29 Íbúar á Sauðárkróki hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Vísir/JóiK Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira