Einn versti sólarhringur í sögu Landsnets: Hægt gengur að koma flutningskerfi í samt horf Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2019 18:15 Um tuttugu stæður eru taldar hafa brotnað í Dalvíkurlínu. Myndir/Landsnet Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu frá því í gær. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona stórri og umfangsmikilli truflun eins og þessari,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á flutningskerfinu vera að mestu óbreytta frá því á öðrum tímanum í dag. Húsavíkur-, Sauðárkróks-, Kópaskers- og Dalvíkurlínur eru enn úti og var reynt að koma Kópaskers- og Sauðarkrókslínu inn í dag án árangurs. Varaafl hefur verið skammtað á Sauðárkróki. Á sjöunda tímanum verður svo gerð tilraun til þess að koma tengivirkinu á Hrútártungu aftur inn á flutningsnetið. Steinunn segir að rafmagn sé komið á aftur á Austfjörðum en Vestfirðir séu enn keyrðir á díselvaraaflsstöð. Þar á eftir að skoða betur hvernig ástandið er á rafmagnslínum. Landsnet telur að það muni víða taka einhverja daga að koma rafmagnslínum í samt horf. Til að mynda sé þörf á viðamiklum viðgerðum á línum í kringum Sauðárkrók og Dalvík. Hún segir það vera í forgangi næstu daga að koma þeim línum aftur í gagnið. Dalvíkurlína, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, leysti út klukkan átta í morgun. Er þar um að ræða gamlar tréstauralínur og segir Steinunn að um tuttugu stæður séu taldar vera brotnar. „Þannig að það mun taka einhverja daga að fara í viðgerðir. En það er ljóst að það er töluvert tjón og umtalsverður kostnaður.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu frá því í gær. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona stórri og umfangsmikilli truflun eins og þessari,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á flutningskerfinu vera að mestu óbreytta frá því á öðrum tímanum í dag. Húsavíkur-, Sauðárkróks-, Kópaskers- og Dalvíkurlínur eru enn úti og var reynt að koma Kópaskers- og Sauðarkrókslínu inn í dag án árangurs. Varaafl hefur verið skammtað á Sauðárkróki. Á sjöunda tímanum verður svo gerð tilraun til þess að koma tengivirkinu á Hrútártungu aftur inn á flutningsnetið. Steinunn segir að rafmagn sé komið á aftur á Austfjörðum en Vestfirðir séu enn keyrðir á díselvaraaflsstöð. Þar á eftir að skoða betur hvernig ástandið er á rafmagnslínum. Landsnet telur að það muni víða taka einhverja daga að koma rafmagnslínum í samt horf. Til að mynda sé þörf á viðamiklum viðgerðum á línum í kringum Sauðárkrók og Dalvík. Hún segir það vera í forgangi næstu daga að koma þeim línum aftur í gagnið. Dalvíkurlína, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, leysti út klukkan átta í morgun. Er þar um að ræða gamlar tréstauralínur og segir Steinunn að um tuttugu stæður séu taldar vera brotnar. „Þannig að það mun taka einhverja daga að fara í viðgerðir. En það er ljóst að það er töluvert tjón og umtalsverður kostnaður.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira