Einn versti sólarhringur í sögu Landsnets: Hægt gengur að koma flutningskerfi í samt horf Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2019 18:15 Um tuttugu stæður eru taldar hafa brotnað í Dalvíkurlínu. Myndir/Landsnet Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu frá því í gær. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona stórri og umfangsmikilli truflun eins og þessari,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á flutningskerfinu vera að mestu óbreytta frá því á öðrum tímanum í dag. Húsavíkur-, Sauðárkróks-, Kópaskers- og Dalvíkurlínur eru enn úti og var reynt að koma Kópaskers- og Sauðarkrókslínu inn í dag án árangurs. Varaafl hefur verið skammtað á Sauðárkróki. Á sjöunda tímanum verður svo gerð tilraun til þess að koma tengivirkinu á Hrútártungu aftur inn á flutningsnetið. Steinunn segir að rafmagn sé komið á aftur á Austfjörðum en Vestfirðir séu enn keyrðir á díselvaraaflsstöð. Þar á eftir að skoða betur hvernig ástandið er á rafmagnslínum. Landsnet telur að það muni víða taka einhverja daga að koma rafmagnslínum í samt horf. Til að mynda sé þörf á viðamiklum viðgerðum á línum í kringum Sauðárkrók og Dalvík. Hún segir það vera í forgangi næstu daga að koma þeim línum aftur í gagnið. Dalvíkurlína, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, leysti út klukkan átta í morgun. Er þar um að ræða gamlar tréstauralínur og segir Steinunn að um tuttugu stæður séu taldar vera brotnar. „Þannig að það mun taka einhverja daga að fara í viðgerðir. En það er ljóst að það er töluvert tjón og umtalsverður kostnaður.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu frá því í gær. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona stórri og umfangsmikilli truflun eins og þessari,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á flutningskerfinu vera að mestu óbreytta frá því á öðrum tímanum í dag. Húsavíkur-, Sauðárkróks-, Kópaskers- og Dalvíkurlínur eru enn úti og var reynt að koma Kópaskers- og Sauðarkrókslínu inn í dag án árangurs. Varaafl hefur verið skammtað á Sauðárkróki. Á sjöunda tímanum verður svo gerð tilraun til þess að koma tengivirkinu á Hrútártungu aftur inn á flutningsnetið. Steinunn segir að rafmagn sé komið á aftur á Austfjörðum en Vestfirðir séu enn keyrðir á díselvaraaflsstöð. Þar á eftir að skoða betur hvernig ástandið er á rafmagnslínum. Landsnet telur að það muni víða taka einhverja daga að koma rafmagnslínum í samt horf. Til að mynda sé þörf á viðamiklum viðgerðum á línum í kringum Sauðárkrók og Dalvík. Hún segir það vera í forgangi næstu daga að koma þeim línum aftur í gagnið. Dalvíkurlína, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, leysti út klukkan átta í morgun. Er þar um að ræða gamlar tréstauralínur og segir Steinunn að um tuttugu stæður séu taldar vera brotnar. „Þannig að það mun taka einhverja daga að fara í viðgerðir. En það er ljóst að það er töluvert tjón og umtalsverður kostnaður.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira