Sérsveitarmenn freista þess að sækja líkin Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 09:57 Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. EPA/ARHT Átta meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands munu freista þess að fara í land á eldfjallaeyjunni Whakaari við fyrstu birtu á morgun, föstudag. Þar munu þeir reyna að finna og ná líkum þeirra átta sem enn er saknað. Minnst sex lík hafa fundist úr lofti. Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. Herskipið HMNZS Wellington verður notað til að flytja sérsveitarmennina en á blaðamannafundi í nótt sagi Mike Clement, yfirmaður hjá lögreglunni, að aðgerðin væri alls ekki hættulaus. Allt yrði þó reynt til að ná líkunum af eyjunni.Auk þeirra átta sem taldir eru vera enn á eyjunni eru átta látnir. Þar að auki er eins til viðbótar saknað. Margir eru alvarlega slasaðir og mjög illa brunnir.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraÚtlit er fyrir rigningu á næstu dögum. Talið er að þegar rignir á öskuna sem þekur eyjuna og líkin, muni hún harðna verulega og gera það mun erfiðara að ná líkunum. Fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem saknað er hafa síðustu daga þrýst á yfirvöld Nýja-Sjálands og beðið um að fá að fara til Whakaari og sækja lík þeirra. New Zealand Herald segir einn ættingja Tipene Maangi, sem dó á eyjunni, hafa skrifað á samfélagsmiðlum um það hve hræðilegt það væri að þeim væri ekki hleypt á land á Whakaari til að sækja hann.Þá sendi Mark Inman, bróðir annars sem dó, bréf til Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, þar sem hann bað um leyfi til að fara á land á eyjunni. Aðstæður á eyjunni væru þannig að fjölskyldan hefði líklegast ekki lengur möguleika á því að halda jarðarför með opinni kistu. Nú væri útlit fyrir að fjölskyldan gæti ekki einu sinni jarðað lík bróður hans yfir höfuð. Það væri allt vegna hægagangs yfirvalda. Ástandið á eyjunni er þó langt frá því að vera öruggt, samkvæmt sérfræðingum og hafa líkurnar á öðru eldgosi aukist. Sérsveitarmennirnir sem munu reyna að fara á land munu til dæmis þurfa að klæðast sérstökum verndarbúnaði. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Átta meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands munu freista þess að fara í land á eldfjallaeyjunni Whakaari við fyrstu birtu á morgun, föstudag. Þar munu þeir reyna að finna og ná líkum þeirra átta sem enn er saknað. Minnst sex lík hafa fundist úr lofti. Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. Herskipið HMNZS Wellington verður notað til að flytja sérsveitarmennina en á blaðamannafundi í nótt sagi Mike Clement, yfirmaður hjá lögreglunni, að aðgerðin væri alls ekki hættulaus. Allt yrði þó reynt til að ná líkunum af eyjunni.Auk þeirra átta sem taldir eru vera enn á eyjunni eru átta látnir. Þar að auki er eins til viðbótar saknað. Margir eru alvarlega slasaðir og mjög illa brunnir.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraÚtlit er fyrir rigningu á næstu dögum. Talið er að þegar rignir á öskuna sem þekur eyjuna og líkin, muni hún harðna verulega og gera það mun erfiðara að ná líkunum. Fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem saknað er hafa síðustu daga þrýst á yfirvöld Nýja-Sjálands og beðið um að fá að fara til Whakaari og sækja lík þeirra. New Zealand Herald segir einn ættingja Tipene Maangi, sem dó á eyjunni, hafa skrifað á samfélagsmiðlum um það hve hræðilegt það væri að þeim væri ekki hleypt á land á Whakaari til að sækja hann.Þá sendi Mark Inman, bróðir annars sem dó, bréf til Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, þar sem hann bað um leyfi til að fara á land á eyjunni. Aðstæður á eyjunni væru þannig að fjölskyldan hefði líklegast ekki lengur möguleika á því að halda jarðarför með opinni kistu. Nú væri útlit fyrir að fjölskyldan gæti ekki einu sinni jarðað lík bróður hans yfir höfuð. Það væri allt vegna hægagangs yfirvalda. Ástandið á eyjunni er þó langt frá því að vera öruggt, samkvæmt sérfræðingum og hafa líkurnar á öðru eldgosi aukist. Sérsveitarmennirnir sem munu reyna að fara á land munu til dæmis þurfa að klæðast sérstökum verndarbúnaði.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44