„Snýst auðvitað um líf fólks í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Í færslu sem hún birtir á Facebook í dag nefnir hún dæmi um mágkonu sína sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga sem þurfti að finna lyf handa sjúklingum í svarta myrkri með vasaljós á enninu. „Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um áhrif óveðursins á það sem við köllum því stofnanalega nafni „flutnings- og dreifikerfi raforku“ en snýst auðvitað um líf fólksins í landinu,“ skrifar Þórdís.Sjá einnig: Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Þá ítrekar hún í færslu sinni að hún standi við þau orð sín um að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geri sér ekki alltaf nógu vel grein fyrir þeim veruleika sem margir búi við úti á landi hvað þetta varðar. „forstjóri Rarik staðfesti í útvarpsviðtali í morgun að það væri tvennt ólíkt að ræða við heimamenn um línulagnir en þá sem eiga jarðir en búa ekki sjálfir á svæðinu. Það er skýr birtingarmynd þess sem ég hef sagt. Vonandi eykst núna skilningur á mikilvægi traustra innvið,“ segir Þórdís. Henni séu þó efst í huga þeir sem hafi mátt þola ýmis harðindi vegna veðurofsans og þakklæti til viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina. „Truflanir á þessum skala eru nær óþekktar þó að horft sé áratugi aftur í tímann. Það segir okkur að kerfið sé nokkuð gott. En ekki nógu gott. Landsnet hefur í níu ár af síðustu tíu náð markmiði sínu um 99,99% áreiðanleika kerfisins gagnvart forgangsnotendum. Það er góður árangur en óveðrið núna er engu að síður lærdómur um að gera þarf betur,“ segir í færslu Þórdísar. Aukin áhersla stjórnvalda á jarðstrengi hafi skilað sér í auknu afhendingaröryggi og halda þurfi áfram á þeirri braut. Tæknilegar hindranir geri það þó af verkum að það sé ekki hægt í öllum tilfellum. „Endurbætur hafa gengið of hægt. Sérfræðingar fullyrða að samþykktarferlið hafi tafið úrbætur sem í einhverjum tilvikum hefðu dregið stórlega úr vandkvæðunum núna. Í dag er mikilvægast að koma aftur á rafmagni alls staðar eins fljótt og auðið er. En samhliða því ætlum við strax að greina atburðarásina og hvernig koma megi í veg fyrir þessa stöðu,“ segir Þórdís. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Í færslu sem hún birtir á Facebook í dag nefnir hún dæmi um mágkonu sína sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga sem þurfti að finna lyf handa sjúklingum í svarta myrkri með vasaljós á enninu. „Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um áhrif óveðursins á það sem við köllum því stofnanalega nafni „flutnings- og dreifikerfi raforku“ en snýst auðvitað um líf fólksins í landinu,“ skrifar Þórdís.Sjá einnig: Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Þá ítrekar hún í færslu sinni að hún standi við þau orð sín um að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geri sér ekki alltaf nógu vel grein fyrir þeim veruleika sem margir búi við úti á landi hvað þetta varðar. „forstjóri Rarik staðfesti í útvarpsviðtali í morgun að það væri tvennt ólíkt að ræða við heimamenn um línulagnir en þá sem eiga jarðir en búa ekki sjálfir á svæðinu. Það er skýr birtingarmynd þess sem ég hef sagt. Vonandi eykst núna skilningur á mikilvægi traustra innvið,“ segir Þórdís. Henni séu þó efst í huga þeir sem hafi mátt þola ýmis harðindi vegna veðurofsans og þakklæti til viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina. „Truflanir á þessum skala eru nær óþekktar þó að horft sé áratugi aftur í tímann. Það segir okkur að kerfið sé nokkuð gott. En ekki nógu gott. Landsnet hefur í níu ár af síðustu tíu náð markmiði sínu um 99,99% áreiðanleika kerfisins gagnvart forgangsnotendum. Það er góður árangur en óveðrið núna er engu að síður lærdómur um að gera þarf betur,“ segir í færslu Þórdísar. Aukin áhersla stjórnvalda á jarðstrengi hafi skilað sér í auknu afhendingaröryggi og halda þurfi áfram á þeirri braut. Tæknilegar hindranir geri það þó af verkum að það sé ekki hægt í öllum tilfellum. „Endurbætur hafa gengið of hægt. Sérfræðingar fullyrða að samþykktarferlið hafi tafið úrbætur sem í einhverjum tilvikum hefðu dregið stórlega úr vandkvæðunum núna. Í dag er mikilvægast að koma aftur á rafmagni alls staðar eins fljótt og auðið er. En samhliða því ætlum við strax að greina atburðarásina og hvernig koma megi í veg fyrir þessa stöðu,“ segir Þórdís.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51