LeBron James bauð upp á tilþrifapakka og smá skot á „ungu“ strákana eftir sjöunda sigur Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 07:30 LeBron James var frábær í nótt. Getty/Kevin C. Cox LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019 NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019
NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira