Afgönsk, á sextugsaldri og tengist börnunum fjölskylduböndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:44 Afgönsk kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja smábarna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Áður hafði verið greint frá því að einn væri í haldi lögreglu vegna málsins en ekki höfðu verið sögð frekari deili á viðkomandi. Konan er tengd börnunum fjölskylduböndum en er ekki móðir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og barnaverndaryfirvalda sem haldinn var í Árósum síðdegis í dag. Vegfarendur gengu fram á börnin tvö, tveggja ára dreng og ársgamla stúlku, yfirgefin á gangstétt í miðborg Árósa. Ekki hefur tekist að bera kennsl á börnin eða hafa uppi á foreldrum þeirra. Lögreglu grunar að börnin hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Komið hefur fram að lögregla leitaði á nokkrum heimilum á Austur-Jótlandi í tengslum við rannsókn málsins í gærkvöldi. Þá hafði einnig verið gefið út að ein manneskja væri í haldi lögreglu í tengslum við málið og að tvær til viðbótar hefðu verið handteknar. Þeim síðarnefndu var þó sleppt úr haldi. Börnin eru systkini Lögregla gaf það svo út á Twitter-reikningi sínum í dag að manneskjan í haldi lögreglu væri 54 ára kona. Hún yrði leidd fyrir dómara í Árósum klukkan þrjú að dönskum tíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Vi fremstiller kl. 15 en 54-årig kvinde i Retten i Aarhus. Det var den 54-årige, som blev anholdt i forbindelse med sagen om de efterladte børn. Anmodning om lukkede døre i retten. Vi vil uddybe anholdelsen af kvinden og fortælle om sigtelsen på pressemødet kl. 15.00. #politidkhttps://t.co/EL97jzdJeE— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) December 16, 2019 Frekar var greint frá stöðu konunnar á blaðamannafundinum í dag. Þar kom fram að konan væri afgönsk og sökuð um brot á barnaverndarlögum. Henni er gefið að sök að hafa vanrækt og yfirgefið börnin. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Hún neitar nokkurri aðild að málinu. Þá staðfesti lögregla að konan væri tengd börnunum fjölskylduböndum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hún er skyld þeim en hún er þó ekki móðir þeirra. Lögregla staðfesti jafnframt að börnin væru systkini en það hafði ekki fengist staðfest. Þá kom fram að börnunum heilsaðist vel en þau eru enn í umsjá barnaverndaryfirvalda. Danmörk Tengdar fréttir Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59 Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Afgönsk kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja smábarna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Áður hafði verið greint frá því að einn væri í haldi lögreglu vegna málsins en ekki höfðu verið sögð frekari deili á viðkomandi. Konan er tengd börnunum fjölskylduböndum en er ekki móðir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og barnaverndaryfirvalda sem haldinn var í Árósum síðdegis í dag. Vegfarendur gengu fram á börnin tvö, tveggja ára dreng og ársgamla stúlku, yfirgefin á gangstétt í miðborg Árósa. Ekki hefur tekist að bera kennsl á börnin eða hafa uppi á foreldrum þeirra. Lögreglu grunar að börnin hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Komið hefur fram að lögregla leitaði á nokkrum heimilum á Austur-Jótlandi í tengslum við rannsókn málsins í gærkvöldi. Þá hafði einnig verið gefið út að ein manneskja væri í haldi lögreglu í tengslum við málið og að tvær til viðbótar hefðu verið handteknar. Þeim síðarnefndu var þó sleppt úr haldi. Börnin eru systkini Lögregla gaf það svo út á Twitter-reikningi sínum í dag að manneskjan í haldi lögreglu væri 54 ára kona. Hún yrði leidd fyrir dómara í Árósum klukkan þrjú að dönskum tíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Vi fremstiller kl. 15 en 54-årig kvinde i Retten i Aarhus. Det var den 54-årige, som blev anholdt i forbindelse med sagen om de efterladte børn. Anmodning om lukkede døre i retten. Vi vil uddybe anholdelsen af kvinden og fortælle om sigtelsen på pressemødet kl. 15.00. #politidkhttps://t.co/EL97jzdJeE— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) December 16, 2019 Frekar var greint frá stöðu konunnar á blaðamannafundinum í dag. Þar kom fram að konan væri afgönsk og sökuð um brot á barnaverndarlögum. Henni er gefið að sök að hafa vanrækt og yfirgefið börnin. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Hún neitar nokkurri aðild að málinu. Þá staðfesti lögregla að konan væri tengd börnunum fjölskylduböndum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hún er skyld þeim en hún er þó ekki móðir þeirra. Lögregla staðfesti jafnframt að börnin væru systkini en það hafði ekki fengist staðfest. Þá kom fram að börnunum heilsaðist vel en þau eru enn í umsjá barnaverndaryfirvalda.
Danmörk Tengdar fréttir Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59 Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30