Ellefta árið í röð sem jafnrétti kynjanna mælist mest á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 06:53 Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum. vísir/vilhelm Ísland er efst á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest í heiminum. Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum en hann var gefinn út í morgun ásamt skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á heimsvísu. Næst á eftir Íslandi koma Norðurlöndin Noregur, Finnland og Svíþjóð en í fimmta sæti er Níkaragva og Nýja-Sjáland er í því sjötta. Írland er í sjöunda sæti, Spánn í því áttunda, Rúanda í níunda sæti og Þýskaland situr í því tíunda. Í tilkynningu á vef Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ekkert okkar muni upplifa að sjá jafnrétti kynjanna náð og líklega munu mörg barna okkar heldur ekki ná því. Það er meginniðurstaða skýrslunnar sem leiðir í ljós að fullu jafnrétti kynjanna verði ekki náð í heiminum fyrr en eftir 99,5 ár. Í fyrra var árafjöldinn 108 ár. Þetta er 14. árið í röð sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrslu sína um jafnrétti kynjanna í heiminum. Úttektin nær til alls 153 landa en lagt er mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun atvinnu og heilbrigði. Í ár eru störf framtíðarinnar einnig sérstaklega skoðuð með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þannig sýnir skýrslan að konur eru aðeins tólf prósent þeirra sem starfa við skýjavinnslu (e. cloud computing). Í verkfræði eru konur fimmtán prósent og svo 26 prósent sem starfa við gagnavinnslu og gervigreind.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaefnahagsráðsins. Jafnréttismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Ísland er efst á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest í heiminum. Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum en hann var gefinn út í morgun ásamt skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á heimsvísu. Næst á eftir Íslandi koma Norðurlöndin Noregur, Finnland og Svíþjóð en í fimmta sæti er Níkaragva og Nýja-Sjáland er í því sjötta. Írland er í sjöunda sæti, Spánn í því áttunda, Rúanda í níunda sæti og Þýskaland situr í því tíunda. Í tilkynningu á vef Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ekkert okkar muni upplifa að sjá jafnrétti kynjanna náð og líklega munu mörg barna okkar heldur ekki ná því. Það er meginniðurstaða skýrslunnar sem leiðir í ljós að fullu jafnrétti kynjanna verði ekki náð í heiminum fyrr en eftir 99,5 ár. Í fyrra var árafjöldinn 108 ár. Þetta er 14. árið í röð sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrslu sína um jafnrétti kynjanna í heiminum. Úttektin nær til alls 153 landa en lagt er mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun atvinnu og heilbrigði. Í ár eru störf framtíðarinnar einnig sérstaklega skoðuð með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þannig sýnir skýrslan að konur eru aðeins tólf prósent þeirra sem starfa við skýjavinnslu (e. cloud computing). Í verkfræði eru konur fimmtán prósent og svo 26 prósent sem starfa við gagnavinnslu og gervigreind.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaefnahagsráðsins.
Jafnréttismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira