Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2019 13:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45