Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2019 13:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45