Segir að Ferguson hafi verið í fullum rétti að taka Kean út af eftir 19 mínútur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2019 11:30 Everton hefur náð í fjögur stig í tveimur leikjum undir stjórn Fergusons. vísir/getty Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00
Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30
Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30
Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39
Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33