Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 20:10 Mikel Arteta huggar Jurrien Timber eftir tap Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Richard Heathcote Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið undir mikill pressu frá sérfræðingum og stuðningsmönnum að finna framherja fyrir liðið og hann sjálfur segist vera að leita. Vandamálið er að það sé mjög erfitt að finna öflugan framherja í dag. Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira