Mýsnar leika sér meðan jólakötturinn Vigdís er höfð í fríi Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 15:49 Nú blasir við að borgarfulltrúar eru að fara í mánaðarlangt jólafrí. Vigdísi þykir það heldur vel í lagt. visir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira