Villa fór illa með strákana í Liverpool Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:45 Aston Villa fór illa með Liverpool vísir/getty Aston Villa er komið í undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar eftir öruggan sigur á Liverpool í 8-liða úrslitunum. Liverpool stillti upp mjög ungu og óreyndu liði, yngsta byrjunarliðinu í sögu félagsins, því liðið leikur í undanúrslitum HM félagsliða í Katar á morgun og eru flestir leikmenn aðalliðs Liverpool komnir til Katar. Ungu strákarnir byrjuðu þó af miklum krafti á Villa Park gegn Villa liði sem var einnig mikið breytt frá síðasta deildarleik. Það var nokkuð gegn gangi leiksins þegar Conor Hourihane skoraði beint úr aukaspyrnu á 14. mínútu. Caoimhin Kelleher náði ekki að komast fyrir boltann og heimamenn komnir yfir. Eftir aðeins þrjár mínútur var staðan orðin 2-0 þegar Morgan Boyes varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Ahmed Elmohamady ætlaði að gefa boltann fyrir markið af hægri kantinum, Boyes kastaði sér fyrir sendinguna en árangurinn af því varð ekki betri en svo að boltinn fór af Boyes og í markið, yfir Kelleher og inn út við fjærstöngina. Villa bætti við tveimur mörkum til viðbótar fyrir hálfleikinn, skoraði Jonathan Kodjia þau bæði, og var staðan orðin slæm fyrir ungt lið Liverpool. Wesley negldi svo síðasta naglann í uppbótartíma leiksins, honum lauk með 5-0 sigri Aston Villa. Lið Liverpool spilaði þó alls ekki illa í leiknum, en leikmennirnir eru óreyndir, fjórir þeirra voru að spila sinn fyrsta leik, og þeim var refsað fyrir mistökin sem þeir gerðu. Liverpool er því úr leik í keppninni en Aston Villa verður í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita. Enski boltinn
Aston Villa er komið í undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar eftir öruggan sigur á Liverpool í 8-liða úrslitunum. Liverpool stillti upp mjög ungu og óreyndu liði, yngsta byrjunarliðinu í sögu félagsins, því liðið leikur í undanúrslitum HM félagsliða í Katar á morgun og eru flestir leikmenn aðalliðs Liverpool komnir til Katar. Ungu strákarnir byrjuðu þó af miklum krafti á Villa Park gegn Villa liði sem var einnig mikið breytt frá síðasta deildarleik. Það var nokkuð gegn gangi leiksins þegar Conor Hourihane skoraði beint úr aukaspyrnu á 14. mínútu. Caoimhin Kelleher náði ekki að komast fyrir boltann og heimamenn komnir yfir. Eftir aðeins þrjár mínútur var staðan orðin 2-0 þegar Morgan Boyes varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Ahmed Elmohamady ætlaði að gefa boltann fyrir markið af hægri kantinum, Boyes kastaði sér fyrir sendinguna en árangurinn af því varð ekki betri en svo að boltinn fór af Boyes og í markið, yfir Kelleher og inn út við fjærstöngina. Villa bætti við tveimur mörkum til viðbótar fyrir hálfleikinn, skoraði Jonathan Kodjia þau bæði, og var staðan orðin slæm fyrir ungt lið Liverpool. Wesley negldi svo síðasta naglann í uppbótartíma leiksins, honum lauk með 5-0 sigri Aston Villa. Lið Liverpool spilaði þó alls ekki illa í leiknum, en leikmennirnir eru óreyndir, fjórir þeirra voru að spila sinn fyrsta leik, og þeim var refsað fyrir mistökin sem þeir gerðu. Liverpool er því úr leik í keppninni en Aston Villa verður í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti