Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira