Eldur kom upp í starfsmannahúsnæði inni á svæði Olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey í nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst tilkynning klukkan 02:45 og var allt tiltækt lið sent á staðinn.
Ekki var mikill eldur og gekk vinna á vettvangi greiðlega; síðasti bíll var farinn af svæðinu um tveimur og hálfum tíma eftir að útkallið kom eða klukkan 5:10.
Eyþór Leifsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki en eitthvað tjón sé á húsnæðinu vegna eldsins.
Rannsókn á eldsupptökum er nú í höndum lögreglu.
RÚV greindi fyrst frá.
Eldur í Örfirisey
