Ráðamenn hafi ákveðið að gera landeigendur að blórabögglum vegna mistaka yfirvalda Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2019 21:00 Formaður samtaka landeigenda segir af og frá að þeir hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni. Ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja hafi ákveðið að gera landeigendur að blórabögglum vegna mistaka yfirvalda. Stjórnendur orkufyrirtækja sögðust ekki geta farið í úrbætur á raforkukerfinu vegna andstöðu landeigenda. Undir þetta tók samgönguráðherra sem sagði að breyta þyrftu ferlunum. Óskar Magnússon formaður Landssamtaka Landeigenda á Íslandi segir þetta ódýra afsökun. „Það er ekkert upp á landeigendur sérstaklega að klaga. Síðan auðvitað þegar menn vita upp á sig sökina og hafa ekki staðið sig í stykkinu, þá þarf að finna einhvern blóraböggul.“ Því fari fjarri að landeigendur hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni. „Það er víðar pottur brotinn en svo að landeigendur hafi staðið í vegi fyrir línulögnum endalaust. Það er ekki þannig sem málið er vaxið.“ Landeigendur hafa kallað eftir því að raflínur verði lagðar í jörð. Landsnet segir það þó ekki hægt nema í að litlu leyti vegna tæknilegra takmarkana. Óskar segir Landsnet þurfa að slaka á kröfum sínum. „Kröfurnar um jarðstrengi sem Landsnet gerir eru svo miklar, af því að þeir ætla að geta flutt orku sem dugar til að standa fyrir stóriðju um land allt sem er algjör óþarfi. Það er hægt að leggja jarðstrengi í fleiri hundruð og þúsund kílómetra fyrir þá orku sem þörf er á um landið núna. Það þarf ekki að gera kröfur um þessa strengi sem þola þessa miklu spennu sem þeir eru að gera kröfur um. Og þá leysist þetta mál.“ Orkumál Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Segist verja landið en ekki útsýnið úr sumarbústað Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. 16. desember 2019 19:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Formaður samtaka landeigenda segir af og frá að þeir hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni. Ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja hafi ákveðið að gera landeigendur að blórabögglum vegna mistaka yfirvalda. Stjórnendur orkufyrirtækja sögðust ekki geta farið í úrbætur á raforkukerfinu vegna andstöðu landeigenda. Undir þetta tók samgönguráðherra sem sagði að breyta þyrftu ferlunum. Óskar Magnússon formaður Landssamtaka Landeigenda á Íslandi segir þetta ódýra afsökun. „Það er ekkert upp á landeigendur sérstaklega að klaga. Síðan auðvitað þegar menn vita upp á sig sökina og hafa ekki staðið sig í stykkinu, þá þarf að finna einhvern blóraböggul.“ Því fari fjarri að landeigendur hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni. „Það er víðar pottur brotinn en svo að landeigendur hafi staðið í vegi fyrir línulögnum endalaust. Það er ekki þannig sem málið er vaxið.“ Landeigendur hafa kallað eftir því að raflínur verði lagðar í jörð. Landsnet segir það þó ekki hægt nema í að litlu leyti vegna tæknilegra takmarkana. Óskar segir Landsnet þurfa að slaka á kröfum sínum. „Kröfurnar um jarðstrengi sem Landsnet gerir eru svo miklar, af því að þeir ætla að geta flutt orku sem dugar til að standa fyrir stóriðju um land allt sem er algjör óþarfi. Það er hægt að leggja jarðstrengi í fleiri hundruð og þúsund kílómetra fyrir þá orku sem þörf er á um landið núna. Það þarf ekki að gera kröfur um þessa strengi sem þola þessa miklu spennu sem þeir eru að gera kröfur um. Og þá leysist þetta mál.“
Orkumál Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Segist verja landið en ekki útsýnið úr sumarbústað Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. 16. desember 2019 19:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30
Segist verja landið en ekki útsýnið úr sumarbústað Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. 16. desember 2019 19:30