Martínez skaut Inter á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martínez hefur skorað grimmt í vetur.
Martínez hefur skorað grimmt í vetur. vísir/getty
Inter tyllti sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Spal í dag.

Lautaro Martínez skoraði bæði mörk Inter sem er með eins stigs forskot á Juventus. Inter hefur unnið tólf af fyrstu 14 deildarleikjum sínum, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik.

Martínez er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með átta mörk. 

Theo Hernández tryggði AC Milan sigur á Parma með marki á 88. mínútu.

Þetta var fyrsti sigur Milan í fjórum deildarleikjum. Liðið er í 11. sæti með 17 stig.

Þá vann Lazio 3-0 sigur á Udinese. Lazio hefur unnið sex leiki í röð og er í 3. sæti deildarinnar.

Ciro Immobile skoraði tvö mörk fyrir Lazio. Hann er langmarkahæstur í deildinni með 17 mörk.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira