Körfubolti

Luka Doncic stöðvaði Lakers, sau­tjánda tap Warri­ors og Clippers gerði 150 stig | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Doncic og LeBron í baráttunni í nótt.
Doncic og LeBron í baráttunni í nótt. vísir/getty
Níu leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Los Angeles Lakers tapaði sínum fyrsta leik í háa herrans tíð en vandræði Golden State Warriors halda áfram.

Lakers hafði unnið tíu leiki í röð fyrir leik næturinnar en það var lengsta sigurganga þeirra á öldinni. Henni lauk hins vegar í nótt er liðið tapaði fyrir Dallas með fjórtán stigum, 114-110.

Luka Doncic gerði 27 stig fyrir Dallas en að auki gaf hann tíu stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Davis var með 27 stig hjá Lakers en Lebron James skoraði 25 stig.



Los Angeles Clippers gerði sér lítið fyrir og skoraði 150 stig er liðið vann 25 stiga sigur á Washington á heimavelli í nótt en lokatölur urðu 150-125.

Kawhi Leonard og Paul George gerðu samtals 65 stig fyrir Clippers í nótt en Leonard gerði 34 og George 31. Clippers unnið fimmtán af fyrstu 21 leikjunum.



Það er áfram vesen á Golden State Warriors en þeir töpuðu í kvöld með fjögurra stiga mun gegn Toronto, 100-96. Þetta var annað tap þeirra í röð og það sautjánda í 21 leik.

Öll úrslit næturinnar:

Miami - Brooklyn 109-106

Memphis - Minnesota 115-107

Boston - New York 113-104

Dallas - Lakers 114-100

Oklahoma - New Orleans 107-104

San Antonio - Detroit 98-132

Golden State - Toronto 96-100

Utah - Toronto 110-130

Washington - LA Clippers 125-150

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×