Tólf daga þolraun í óbyggðum Ástralíu á enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 10:04 Tamra McBeath-Riley og hundur hennar, sem var með í för. Mynd/Lögreglan á Norðursvæði Ástralíu. Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram. Ástralía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram.
Ástralía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira