Segja Rússa hafa neitað að handtaka aðskilnaðarsinna vegna MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2019 22:11 MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands. Hollendingar segja neitunina brot á Evrópulögum. Maðurinn sem saksóknararnir vilja koma höndum yfir heitir Volodymyr Tsemakh. Hann er einn af fjórum aðilum sem Hollendingar vilja koma höndum yfir. Hinir þrír eru rússneskir. Tsemakh var einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna en hann var handsamaður af hermönnum Úkraínu. Hann var svo sendur til Rússlands í september í fangaskiptum við Rússa.MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Verið var að fljúga flugvélinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn dóu en tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Hollenskir saksóknara hafa því stýrt rannsókn vegna atviksins. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum. Þeir sögðu kerfið hafa verið flutt til Úkraínu skömmu áður en flugvélin var skotin niður, frá herstöð í Rússlandi.Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá RússumÍ yfirlýsingu frá rannsóknarnefndinni, sem Reuters segir frá, segir að Tsemakh hafi verið í Rússlandi og yfirvöld þar hafi neitað að handtaka hann að beiðni Hollendinga og leyft honum að fara frá Rússlandi, þrátt fyrir að Rússum hafi verið skylt að gera það vegna Evrópulaga. Yfirvöld Rússlands framselja aldrei eigin ríkisborgara, samkvæmt frétt Reuters, en þar sem Tsemakh er úkraínskur hefði það ekki átt að stöðva Rússa. Hollendingar fengu tilkynningu frá Rússum þann 19. nóvember þar sem fram kom að ekki hefði verið mögulegt að handtaka Tsemakh, þar sem yfirvöld viti ekki hvar hann sé niðurkominn. Holland MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands. Hollendingar segja neitunina brot á Evrópulögum. Maðurinn sem saksóknararnir vilja koma höndum yfir heitir Volodymyr Tsemakh. Hann er einn af fjórum aðilum sem Hollendingar vilja koma höndum yfir. Hinir þrír eru rússneskir. Tsemakh var einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna en hann var handsamaður af hermönnum Úkraínu. Hann var svo sendur til Rússlands í september í fangaskiptum við Rússa.MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Verið var að fljúga flugvélinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn dóu en tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Hollenskir saksóknara hafa því stýrt rannsókn vegna atviksins. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum. Þeir sögðu kerfið hafa verið flutt til Úkraínu skömmu áður en flugvélin var skotin niður, frá herstöð í Rússlandi.Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá RússumÍ yfirlýsingu frá rannsóknarnefndinni, sem Reuters segir frá, segir að Tsemakh hafi verið í Rússlandi og yfirvöld þar hafi neitað að handtaka hann að beiðni Hollendinga og leyft honum að fara frá Rússlandi, þrátt fyrir að Rússum hafi verið skylt að gera það vegna Evrópulaga. Yfirvöld Rússlands framselja aldrei eigin ríkisborgara, samkvæmt frétt Reuters, en þar sem Tsemakh er úkraínskur hefði það ekki átt að stöðva Rússa. Hollendingar fengu tilkynningu frá Rússum þann 19. nóvember þar sem fram kom að ekki hefði verið mögulegt að handtaka Tsemakh, þar sem yfirvöld viti ekki hvar hann sé niðurkominn.
Holland MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53