Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:48 Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, eftir þingflokksfund Jafnaðarmannaflokksins fyrr í dag. epa Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53