Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni nú í morgun.
Bjarni Ólafur Eiríksson var lengst af í vinstri bakverði Vals á síðustu leiktíð en hann hefur nú söðlað um og hefur skrifað undir samning við ÍBV.
Fyrrum lærisveinn Heimis Guðjónssonar hjá HB til skoðunar hjá Valsmönnum. Magnus Egilsson heitir kappinn og spilar í stöðu vinstri bakvarðar. 25 ára gamall færeyskur landsliðsmaður.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) December 3, 2019
Heimir Guðjónsson tók við þjálfarastöðunni hjá Val í haust en Heimir hefur undanfarin tvö ár þjálfað Magnus hjá færeyska liðinu HB þar sem Heimir varð bæði lands- og bikarmeistari.
Hinn 25 ára gamli lék frumraun sína með A-landsliði Færeyja í októbermánuði en hann lék 25 af 27 leikjum HB á síðustu leiktíð.
Liðið endaði í 4. sæti deildarinnar ásamt því að verða bikarmeistari.