Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti aðgerðirnar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/vilhelm Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sjá meira
Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent