Barnabótakerfið fátæktarhjálp en ekki almennur stuðningur við barnafjölskyldur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2019 09:00 Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira