Upp úr klukkan eitt í nótt var tilkynnt um líkamsárás á heimili í miðbænum. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu var par í annarlegu ástandi handtekið og vistað í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.
Sá sem fyrir árásinni varð hlaut minniháttar áverka.
Þá var bíll stöðvaður í Kópavogi um klukkan tíu í gærkvöldi. Bíllinn var ekki tryggður og voru skráningarnúmerin því klippt af. Sagðist ökumaður ekki hafa vitað að bifreiðin væri ótryggð.
