Landsvirkjun stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 12:15 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. vísir/vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira