BBC greinir frá því að þýskum stjórnvöldum gruni að fulltrúar stjórnvalda í Rússlandi eða Téténíu beri ábyrgð á morðinu.
Ákvörðunin um að vísa embættismönnunum úr landi er tekin skömmu eftir að ríkissaksóknari Þýskalands tók yfir rannsóknina á málinu. Áður hafa þýsk stjórnvöld sakað Rússa um að aðstoða ekki við rannsókn málsins með fullnægjandi hætti.
Talsmaður rússneskra stjórnvalda hafa fordæmt ákvörðunina og kveðst ekki útiloka að Rússar muni svara í sömu mynt, það er að vísa þýskum erindrekum frá Rússlandi.

Lögregla handtók fljótlega mann í tengslum við málið, Vadim Adreevich Sokolov, en hann hefur litlar upplýsingar gefið. Sokolov var handtekinn eftir að það sást til hans kasta hjóli, byssu og hárkollu í ána Spree skömmu eftir morðið. Hann hafði þá flogið frá Moskvu til Charles de Gaulle flugvallar í París sex dögum fyrr.