Mitt álit á dönskukennslu í grunnskólum á Íslandi Óskar Guðnason skrifar 4. desember 2019 15:30 Ljóst er að það á að fórna íslenskunni fyrir dönskuna áfram. Gamla nýlenduveldið Danmörk er búið að borga hluta af dönskunáminu á Íslandi fram í tímann og íslenskir unglingar eru skyldaðir til þess að læra dönsku, þrjá tíma á viku. Það er svo gott fyrir samskiptin við Norðurlönd þar sem flestir tala reyndar ensku við Íslendinga! Í dönskum framhaldsskólum og æðri menntastofnunum í Danmörku og líka annars staðar á Norðurlöndum er allt kennt á ensku fyrir útlendinga þ.á.m. Íslendinga - vegna Evrópusambandsins. En samt skal hafa þrjá tíma á viku í dönsku í unglingaskólum á Íslandi þó svo að stór hluti af unglingunum skilji ekki íslensku og geti því ekki skilið almennilega og lært önnur fög sem að kennd eru á íslensku í skólunum á Íslandi. Og nú á að auka álagið á þau, án þess að minnst sé á að minnka dönskukennslu eða gera hana að valfagi. Og ekki er tvítyngdum börnum eða foreldrum þeirra bent á að börnin þeirra séu ekki skyldug til þess að læra dönsku - eða ensku. Nei skólarnir gera það ekki samkvæmt skipun að ofan virðist vera. Er það af því að skólunum ber skylda til að kenna börnum á þeirra móðurmáli - t.d. pólsku, tælensku o.s.frv. En hvar er það gert? Nei, það er ekki minnst á það við skólasetningu á hausti. En lögð er rík áhersla á dönskukúgunina áfram. Hún sé svo nauðsynleg. Hve mörg börn ætli séu inni á dönsku efni í símunum sínum dags daglega? Dönskunámið er eingöngu til þess að auka álagið á íslenska grunnskólanemendur - álag sem að nú þegar er orðið mjög mikið. Til dæmis vegna áhugamála utan skóla. En haldið skal í úrelta gamla hugmynd um tengsl Norðurlandanna og íslenskum ungmennum skal fórnað fyrir dönsku konungshirðina.Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ljóst er að það á að fórna íslenskunni fyrir dönskuna áfram. Gamla nýlenduveldið Danmörk er búið að borga hluta af dönskunáminu á Íslandi fram í tímann og íslenskir unglingar eru skyldaðir til þess að læra dönsku, þrjá tíma á viku. Það er svo gott fyrir samskiptin við Norðurlönd þar sem flestir tala reyndar ensku við Íslendinga! Í dönskum framhaldsskólum og æðri menntastofnunum í Danmörku og líka annars staðar á Norðurlöndum er allt kennt á ensku fyrir útlendinga þ.á.m. Íslendinga - vegna Evrópusambandsins. En samt skal hafa þrjá tíma á viku í dönsku í unglingaskólum á Íslandi þó svo að stór hluti af unglingunum skilji ekki íslensku og geti því ekki skilið almennilega og lært önnur fög sem að kennd eru á íslensku í skólunum á Íslandi. Og nú á að auka álagið á þau, án þess að minnst sé á að minnka dönskukennslu eða gera hana að valfagi. Og ekki er tvítyngdum börnum eða foreldrum þeirra bent á að börnin þeirra séu ekki skyldug til þess að læra dönsku - eða ensku. Nei skólarnir gera það ekki samkvæmt skipun að ofan virðist vera. Er það af því að skólunum ber skylda til að kenna börnum á þeirra móðurmáli - t.d. pólsku, tælensku o.s.frv. En hvar er það gert? Nei, það er ekki minnst á það við skólasetningu á hausti. En lögð er rík áhersla á dönskukúgunina áfram. Hún sé svo nauðsynleg. Hve mörg börn ætli séu inni á dönsku efni í símunum sínum dags daglega? Dönskunámið er eingöngu til þess að auka álagið á íslenska grunnskólanemendur - álag sem að nú þegar er orðið mjög mikið. Til dæmis vegna áhugamála utan skóla. En haldið skal í úrelta gamla hugmynd um tengsl Norðurlandanna og íslenskum ungmennum skal fórnað fyrir dönsku konungshirðina.Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar