Giannis og félagar unnu þrettánda leikinn í röð í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 08:00 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í leik með Milwaukee Bucks. Getty/Stacy Revere Milwaukee Bucks hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og bæði lið Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks halda áfram að gera góða hluti í Vesturdeildinni. Boston Celtics vann sinn leik og Golden State Warriors liðið tapaði einn einum leiknum.13 STRAIGHT WINS!@Giannis_An34 (35 PTS, 9 REB, 4 3PM) leads the way for the @Bucks. pic.twitter.com/Y48JAJusqF — NBA (@NBA) December 5, 2019 Giannis Antetokounmpo skoraði 35 stig þegar Milwaukee Bucks vann 127-103 útisigur á Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bucks liðsins í röð. Leikmenn Detroit Pistons spiluðu fast og reyndu að ná Giannis Antetokounmpo upp en hann hélt ró sinni. „Þeir vilja láta finna fyrir sér og spila fast. Þeir eru að reyna að ná þér út úr þínum leik og það er það sem maður býst við þegar maður kemur til Detroit. Það eru fleiri lið sem reyna að taka fast á mér en ég þarf bara að halda ró minni,“ sagði Giannis Antetokounmpo en litlu munaði að honum og Blake Griffin lenti saman. Milwaukee Bucks hefur ekki unnið svo marga leiki í röð síðan liðið var með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson og árið var 1973. Þá vann liðið sextán leiki í röð.26 PTS (9-11 FGM) from @AntDavis23 pushes the @Lakers to their 10th-straight road W! #LakeShowpic.twitter.com/SL7fdVKYYY — NBA (@NBA) December 5, 2019Anthony Davis skoraði 26 stig og LeBron James var með 20 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers burstaði Utah Jazz á útivelli, 121-96. Rajon Rondo var síðan nálægt þrenunni með 14 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar. Lakers vann Utah liðið 32-5 í hraðaupphlaupsstigum og skoraði 21 stig eftir tapaða bolta Utah manna. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah en liðið tapaði þarna í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum.@DwightPowell33 has a PERFECT night from the floor as the @dallasmavs move to 15-6! #MFFL 24 PTS | 9-9 FGM | 2-2 3PM pic.twitter.com/eDrrGQLuhn — NBA (@NBA) December 5, 2019Dallas Mavericks þurfti ekki stórleik frá Slóvenanum Luka Doncic til að vinna í níunda skiptið í síðustu tíu leikjum. Dwight Powell skoraði 24 stig og hitti úr öllum níu skotum sínum þegar Dallas Mavericks vann 121-114 sigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic lét sér nægja 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk líka tæknivillu í þriðja leikhluta. Hann sat á bekknum þegar Dallas Mavericks liðið lagði grunninn að sigrinum. Karl-Anthony Towns og Andrew Wiggins skoruðu báðir 26 stig fyrir Minnesota.59 PTS combined! @FCHWPO (31 PTS, 5 3PM) and @KembaWalker (28 PTS, 6 3PM) lead the @celtics to 8-0 at home! pic.twitter.com/IcUVTByzZd — NBA (@NBA) December 5, 2019Jaylen Brown skoraði 31 stig og Kemba Walker var með 28 stig þegar Boston Celtics vann 112-93 sigur á Miami Heat sem þýðir að Boston liðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína á þessu tímabili. Jimmy Butler var með 37 stig fyrir Miami.Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum nú 106-91 á móti Charlotte Hornets á útivelli. Devonte Graham skoraði tíu þrista í leiknum fyrir Charlotte og endaði með 33 stig. D'Angelo Russell sneri aftur hjá Golden State eftir níu leikja fjarveru og skoraði 18 stig.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127-116 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-121 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100-107 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118-130 Boston Celtics - Miami Heat 112-93 Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106-91 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103-127 Orlando Magic - Phoenix Suns 128-114 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Milwaukee Bucks hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og bæði lið Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks halda áfram að gera góða hluti í Vesturdeildinni. Boston Celtics vann sinn leik og Golden State Warriors liðið tapaði einn einum leiknum.13 STRAIGHT WINS!@Giannis_An34 (35 PTS, 9 REB, 4 3PM) leads the way for the @Bucks. pic.twitter.com/Y48JAJusqF — NBA (@NBA) December 5, 2019 Giannis Antetokounmpo skoraði 35 stig þegar Milwaukee Bucks vann 127-103 útisigur á Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bucks liðsins í röð. Leikmenn Detroit Pistons spiluðu fast og reyndu að ná Giannis Antetokounmpo upp en hann hélt ró sinni. „Þeir vilja láta finna fyrir sér og spila fast. Þeir eru að reyna að ná þér út úr þínum leik og það er það sem maður býst við þegar maður kemur til Detroit. Það eru fleiri lið sem reyna að taka fast á mér en ég þarf bara að halda ró minni,“ sagði Giannis Antetokounmpo en litlu munaði að honum og Blake Griffin lenti saman. Milwaukee Bucks hefur ekki unnið svo marga leiki í röð síðan liðið var með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson og árið var 1973. Þá vann liðið sextán leiki í röð.26 PTS (9-11 FGM) from @AntDavis23 pushes the @Lakers to their 10th-straight road W! #LakeShowpic.twitter.com/SL7fdVKYYY — NBA (@NBA) December 5, 2019Anthony Davis skoraði 26 stig og LeBron James var með 20 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers burstaði Utah Jazz á útivelli, 121-96. Rajon Rondo var síðan nálægt þrenunni með 14 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar. Lakers vann Utah liðið 32-5 í hraðaupphlaupsstigum og skoraði 21 stig eftir tapaða bolta Utah manna. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah en liðið tapaði þarna í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum.@DwightPowell33 has a PERFECT night from the floor as the @dallasmavs move to 15-6! #MFFL 24 PTS | 9-9 FGM | 2-2 3PM pic.twitter.com/eDrrGQLuhn — NBA (@NBA) December 5, 2019Dallas Mavericks þurfti ekki stórleik frá Slóvenanum Luka Doncic til að vinna í níunda skiptið í síðustu tíu leikjum. Dwight Powell skoraði 24 stig og hitti úr öllum níu skotum sínum þegar Dallas Mavericks vann 121-114 sigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic lét sér nægja 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk líka tæknivillu í þriðja leikhluta. Hann sat á bekknum þegar Dallas Mavericks liðið lagði grunninn að sigrinum. Karl-Anthony Towns og Andrew Wiggins skoruðu báðir 26 stig fyrir Minnesota.59 PTS combined! @FCHWPO (31 PTS, 5 3PM) and @KembaWalker (28 PTS, 6 3PM) lead the @celtics to 8-0 at home! pic.twitter.com/IcUVTByzZd — NBA (@NBA) December 5, 2019Jaylen Brown skoraði 31 stig og Kemba Walker var með 28 stig þegar Boston Celtics vann 112-93 sigur á Miami Heat sem þýðir að Boston liðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína á þessu tímabili. Jimmy Butler var með 37 stig fyrir Miami.Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum nú 106-91 á móti Charlotte Hornets á útivelli. Devonte Graham skoraði tíu þrista í leiknum fyrir Charlotte og endaði með 33 stig. D'Angelo Russell sneri aftur hjá Golden State eftir níu leikja fjarveru og skoraði 18 stig.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127-116 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-121 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100-107 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118-130 Boston Celtics - Miami Heat 112-93 Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106-91 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103-127 Orlando Magic - Phoenix Suns 128-114
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira