Fjárlög næsta árs á einni mínútu Bryndís Haraldsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:45 Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020. Öguð hagstjórn og langtímastöðugleiki er hagsmunamál allra. Helstu áherslur fjárlaganna nú er að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu, og það getum við með þann fjárhagslega styrk sem við höfum skapað með aga og góðum árangri undanfarin ár. Við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og eflt grunnþjónustu ríkisins. Matsfyrirtæki hafa staðfest þennan góða árangur með hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Hvergi hafa skuldir lækkað jafn hratt og á Íslandi. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur hagkerfisins mikill.Skattalækkanir og innviðauppbygging Á næsta ári lækka skattar á einstaklinga og fyrirtæki. Skattalækkanir sem eru mikilvægt súrefni fyrir hagkerfið. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um allt að 120 þúsund á ári, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Tryggingargjaldið heldur áfram að lækka og mun lækka um 4,2 milljarða á næsta ári, en það jafnast á við um 450 ný störf. Í stjórnarsáttmálanum er lögð rík áhersla á nýsköpun. Nýsköpunarstefna hefur litið dagsins ljós, skattar á hugverk hafa lækkað, endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar hækkað og á næsta ára tekur til starfa nýr hvatasjóður fyrir nýsköpunardrifið frumkvöðlastarf. Sjóðnum Kríu er ætlað að tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Mikið átak hefur verið í samgöngumálum og átakið heldur áfram. Nú með enn auknu fé sérstaklega til umferðaröryggismála. Áfram er kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila og uppbygging Landspítala heldur áfram. Leitar og björgunarþjónusta Landhelgisgæslunnar er stórbætt með fjárfestingu í nýjum þyrlum. Loks má nefna að aldrei hafi eins miklum fjármunum verið varið til umhverfismála og nú, m.a. til að fylgja eftir markvissri aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Hagstjórn síðustu ára hefur skapað svigrúm til vaxtalækkana nú þegar hægir á í hagkerfinu, sem er mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu. Fjárlög næsta árs stuðla að stöðuleika og bæta lífskjör almennings og slík fjárlög eru góð fjárlög.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Bryndís Haraldsdóttir Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt fjárlög næsta árs sýna hversu vel er búið að umræðu og afgreiðslu mála sem tengjast efnahagsstjórn landsins. Munar þar mestu um innleiðingu laga um opinber fjármál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um. Agi í áætlanagerð hins opinbera hefur aukist til muna enda hafa fjárlög aldreið verið afgreidd eins snemma og núna með fjárlög 2020. Öguð hagstjórn og langtímastöðugleiki er hagsmunamál allra. Helstu áherslur fjárlaganna nú er að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu, og það getum við með þann fjárhagslega styrk sem við höfum skapað með aga og góðum árangri undanfarin ár. Við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og eflt grunnþjónustu ríkisins. Matsfyrirtæki hafa staðfest þennan góða árangur með hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Hvergi hafa skuldir lækkað jafn hratt og á Íslandi. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur hagkerfisins mikill.Skattalækkanir og innviðauppbygging Á næsta ári lækka skattar á einstaklinga og fyrirtæki. Skattalækkanir sem eru mikilvægt súrefni fyrir hagkerfið. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um allt að 120 þúsund á ári, mest hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Tryggingargjaldið heldur áfram að lækka og mun lækka um 4,2 milljarða á næsta ári, en það jafnast á við um 450 ný störf. Í stjórnarsáttmálanum er lögð rík áhersla á nýsköpun. Nýsköpunarstefna hefur litið dagsins ljós, skattar á hugverk hafa lækkað, endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar hækkað og á næsta ára tekur til starfa nýr hvatasjóður fyrir nýsköpunardrifið frumkvöðlastarf. Sjóðnum Kríu er ætlað að tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Mikið átak hefur verið í samgöngumálum og átakið heldur áfram. Nú með enn auknu fé sérstaklega til umferðaröryggismála. Áfram er kraftur í uppbyggingu hjúkrunarheimila og uppbygging Landspítala heldur áfram. Leitar og björgunarþjónusta Landhelgisgæslunnar er stórbætt með fjárfestingu í nýjum þyrlum. Loks má nefna að aldrei hafi eins miklum fjármunum verið varið til umhverfismála og nú, m.a. til að fylgja eftir markvissri aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Hagstjórn síðustu ára hefur skapað svigrúm til vaxtalækkana nú þegar hægir á í hagkerfinu, sem er mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu. Fjárlög næsta árs stuðla að stöðuleika og bæta lífskjör almennings og slík fjárlög eru góð fjárlög.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar