Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Samúel Karl Ólason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. desember 2019 22:18 Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira