Sama hvaðan gott kemur? Sýnum góða starfshætti í loftslagsaðgerðum Bergur Sigfússon, Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sigurður Reynir Gíslason skrifa 6. desember 2019 14:00 Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun