Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 19:30 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð2 Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira