Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 19:30 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð2 Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira