Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 19:30 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð2 Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent