Þýskir Jafnaðarmenn krefjast aukinna útgjalda til félagsmála Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 09:45 Þeim Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken er ætlað að rífa upp fylgi þýskra Jafnaðarmanna sem hefur verið í frjálsu falli síðustu ár. Getty Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig. Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08