Dallas rúllaði yfir New Orleans á heimavelli en heimamenn unnu með 46 stiga mun, 130-84, eftir að staðan hafi verið 64-52 í hálfleik.
Luka Doncic jafnaði met Michael Jordan en hann hefur nú leikið átján leiki í röð þar sem hann skoraði tuttugu stig eða meira, gefur fimm stoðsendingar eða fleiri og tekur fimm fráköst eða fleiri.
Luka Doncic ties record set by Michael Jordan, leads Mavs to dominant win over Pelicans https://t.co/T5iLPQZKaO
— Nicholas Loncar (@iDefendLA) December 8, 2019
Hann endaði leikinn í nótt með 26 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar en Dallas hefur unnið 16 af fyrstu 22 leikjum sínum. New Orleans hefur einungis unnið sex af fyrstu 23.
James Harden átti góðan leik fyrir Houston sem vann sex stiga sigur, 115-109, á Phoenix á heimavelli. Harden gerði 34 stig en Houston er í öðru sæti suðvesturdeildarinnar.
Öll úrslit næturinnar:
New Orleans - Dallas 84-130
Indiana - New York 104-103
Cleveland - Philadelphia 94-1411
Phoenix - Houston 109-115
Memphis - Utah 112-126