Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2019 14:00 Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa þegar sótt um og Baldvin Þór Bergsson gerði ráð fyrir að hann myndi sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira