Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 14:07 AP/Andrew Harnik Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. Lögmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins munu færa rök fyrir því annars vegar að ákæra eigi Trump og hins vegar að ekki eigi að gera það. Lögmenn Demókrataflokksins munu leggja fram þau gögn sem þegar hafa komið fram í rannsókninni og greina þau. Lögmenn Repúblikana munu tíunda af hverju þeim þykir ekki tilefni til að ákæra Trump. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar tilkynnti í síðustu viku að ákæra ætti Trumpen ekki liggur nákvæmlega hvaða ákærur verða lagðar fram. Það er verkefni dómsmálanefndarinnar að komast að niðurstöðu í því.Sjá einnig: Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrotHægt er að fylgjast með fundinum hér að neðan. Vert er að taka fram að Hvíta húsið hefur neitað að taka þátt í rannsókninni eftir að lögmanni Hvíta hússins var boðið á fundinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan tvö en seinkaði um nokkrar mínútur. Við upphaf fundarins stóð mótmælandi á fætur og kallaði hann Jerry Nadler, formann nefndarinnar, og aðra Demókrata í nefndinni, landráðsmenn. Hann sagði þá vera að reyna að koma lýðræðislega kjörnum forseta frá völdum. Trump sjálfur hefur ítrekað sakað Demókrata um það sama. Mótmælandinn var fljótt fluttur úr salnum af lögregluþjónum. "Americans are sick of your impeachment scam! Trump is innocent!" -- House Judiciary's impeachment hearing is immediately interrupted by a pro-Trump protester. pic.twitter.com/bbcguyKLFF— Aaron Rupar (@atrupar) December 9, 2019 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. Lögmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins munu færa rök fyrir því annars vegar að ákæra eigi Trump og hins vegar að ekki eigi að gera það. Lögmenn Demókrataflokksins munu leggja fram þau gögn sem þegar hafa komið fram í rannsókninni og greina þau. Lögmenn Repúblikana munu tíunda af hverju þeim þykir ekki tilefni til að ákæra Trump. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar tilkynnti í síðustu viku að ákæra ætti Trumpen ekki liggur nákvæmlega hvaða ákærur verða lagðar fram. Það er verkefni dómsmálanefndarinnar að komast að niðurstöðu í því.Sjá einnig: Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrotHægt er að fylgjast með fundinum hér að neðan. Vert er að taka fram að Hvíta húsið hefur neitað að taka þátt í rannsókninni eftir að lögmanni Hvíta hússins var boðið á fundinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan tvö en seinkaði um nokkrar mínútur. Við upphaf fundarins stóð mótmælandi á fætur og kallaði hann Jerry Nadler, formann nefndarinnar, og aðra Demókrata í nefndinni, landráðsmenn. Hann sagði þá vera að reyna að koma lýðræðislega kjörnum forseta frá völdum. Trump sjálfur hefur ítrekað sakað Demókrata um það sama. Mótmælandinn var fljótt fluttur úr salnum af lögregluþjónum. "Americans are sick of your impeachment scam! Trump is innocent!" -- House Judiciary's impeachment hearing is immediately interrupted by a pro-Trump protester. pic.twitter.com/bbcguyKLFF— Aaron Rupar (@atrupar) December 9, 2019
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00