Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 23:07 Rannsóknarskýrsla eftirlitsnefndar Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á rannsókn FBI á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. AP Photo/Jon Elswick Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur haldið því fram að Alríkislögreglan hafi verið á nornaveiðum þegar hún hóf rannsókn á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar var gefin út í dag og er öllum ásökunum Trumps og stuðningsmanna hans um hlutdrægni hafnað. Þrátt fyrir það var greint frá því í skýrslunni að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókninni og að ekki hafi verið gætt nógu vel að valdbraut innan stofnunarinnar hafi verið virt. Talið er líklegt að þessir vankantar verði notaðir af Repúblikönum sem styðja Trump í rannsókn fulltrúadeildarinnar á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Þá kemur fram í skýrslunni að 17 brot hafi verið framin af FBI þegar sótt var um eftirlitsheimild hjá FISA dómstólnum til að fylgjast með samskiptum Carter Page, sem var ráðgjafi Trumps í framboðinu. Page hefur bæði búið og starfað í Rússlandi. Þá hafi lögmaðurinn sem fór með umsjón rannsóknarinnar falsað tölvupóst frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í umsóknarferlinu, FBI starfsmenn hafi haldið upplýsingum leyndum í umsóknarferlinu og margt fleira. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni að ekkert benti til þess að nokkur pólitísk hlutdrægni eða að rannsókninni hafi verið hrint af stað á röngum forsendum. Þá hafi mistök Alríkislögreglunnar ekki veið gerð af ásettu ráði. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur haldið því fram að Alríkislögreglan hafi verið á nornaveiðum þegar hún hóf rannsókn á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar var gefin út í dag og er öllum ásökunum Trumps og stuðningsmanna hans um hlutdrægni hafnað. Þrátt fyrir það var greint frá því í skýrslunni að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókninni og að ekki hafi verið gætt nógu vel að valdbraut innan stofnunarinnar hafi verið virt. Talið er líklegt að þessir vankantar verði notaðir af Repúblikönum sem styðja Trump í rannsókn fulltrúadeildarinnar á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Þá kemur fram í skýrslunni að 17 brot hafi verið framin af FBI þegar sótt var um eftirlitsheimild hjá FISA dómstólnum til að fylgjast með samskiptum Carter Page, sem var ráðgjafi Trumps í framboðinu. Page hefur bæði búið og starfað í Rússlandi. Þá hafi lögmaðurinn sem fór með umsjón rannsóknarinnar falsað tölvupóst frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í umsóknarferlinu, FBI starfsmenn hafi haldið upplýsingum leyndum í umsóknarferlinu og margt fleira. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni að ekkert benti til þess að nokkur pólitísk hlutdrægni eða að rannsókninni hafi verið hrint af stað á röngum forsendum. Þá hafi mistök Alríkislögreglunnar ekki veið gerð af ásettu ráði.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. 9. desember 2019 14:07
Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30