Hírðist í tjaldi á Íslandi og hnuplaði mat Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 08:00 McCann náði að borga bókasafnsskuldir sínar á Íslandi. Vísir/getty Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira
Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira