List og tjáning Ari Orrason skrifar 20. nóvember 2019 07:30 Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun