Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 20. nóvember 2019 16:30 Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Skoðun Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun