Eignaði sér heiðurinn af opnun verksmiðju sem hefur verið opin frá 2013 Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 15:03 Tim Cook sýnir Donald Trump verksmiðjuna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðju þar sem Apple tölvur eru framleiddar í Texas í gær. Með honum var Tim Cook, forstjóri Apple. Það þykir svo sem ekki merkilegt fyrir utan það að Trump eignaði sér heiðurinn af því að verksmiðjan hafi verið opnuð og virtist hann halda því fram að hún hafi verið opnuð í gær. Hið rétt er að verksmiðjan opnaði árið 2013. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu ári, sem Trump skoðar gamlar verksmiðjur og eignar sér heiðurinn af því að þær hafi verið opnaðar. Hefur hann notað umræddar verksmiðjur til að halda því fram að efnahagsstefna hans hafi skilað árangri. „Fyrir mér, er þetta mjög mikilvægur dagur,“ sagði Trump í gær. Þá tók Cook til máls og leiðrétti hann forsetann ekki. Hann þakkaði Trump og starfsmönnum hans fyrir stuðninginn og sagði að dagurinn hefði ekki gengið eftir án hans. Trump ítrekaði það svo á Twitter að hann hefði opnað verksmiðjuna. Eins og áður segir var verksmiðjan opnuð árið 2013. Hún er í eigu fyrirtækis sem nefnist Flex og hefur framleitt Mac Pro tölvur frá því hún opnaði. Nánast öll framleiðsla Apple gerist í Kína.Today I opened a major Apple Manufacturing plant in Texas that will bring high paying jobs back to America. Today Nancy Pelosi closed Congress because she doesn’t care about American Workers! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019 Blaðamaðurinn Daniel Dale, sem ver miklum tíma í að fylgjast með og greina sannleiksgildi ummæla og yfirlýsinga Trump, segir að þetta sé í þriðja sinn á þessu ári sem forsetinn eignar sér ranglega heiðurinn af opnun verksmiðja sem hann hefur heimsótt. Hann geri það iðulega þegar hann skoðar verksmiðjur.Trump has now falsely taken credit for the existence of three plants he has visited this year: one in Texas, one in Louisiana, one in Pennsylvania. It's his standard bit when he visits a manufacturing facility. — Daniel Dale (@ddale8) November 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðju þar sem Apple tölvur eru framleiddar í Texas í gær. Með honum var Tim Cook, forstjóri Apple. Það þykir svo sem ekki merkilegt fyrir utan það að Trump eignaði sér heiðurinn af því að verksmiðjan hafi verið opnuð og virtist hann halda því fram að hún hafi verið opnuð í gær. Hið rétt er að verksmiðjan opnaði árið 2013. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu ári, sem Trump skoðar gamlar verksmiðjur og eignar sér heiðurinn af því að þær hafi verið opnaðar. Hefur hann notað umræddar verksmiðjur til að halda því fram að efnahagsstefna hans hafi skilað árangri. „Fyrir mér, er þetta mjög mikilvægur dagur,“ sagði Trump í gær. Þá tók Cook til máls og leiðrétti hann forsetann ekki. Hann þakkaði Trump og starfsmönnum hans fyrir stuðninginn og sagði að dagurinn hefði ekki gengið eftir án hans. Trump ítrekaði það svo á Twitter að hann hefði opnað verksmiðjuna. Eins og áður segir var verksmiðjan opnuð árið 2013. Hún er í eigu fyrirtækis sem nefnist Flex og hefur framleitt Mac Pro tölvur frá því hún opnaði. Nánast öll framleiðsla Apple gerist í Kína.Today I opened a major Apple Manufacturing plant in Texas that will bring high paying jobs back to America. Today Nancy Pelosi closed Congress because she doesn’t care about American Workers! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019 Blaðamaðurinn Daniel Dale, sem ver miklum tíma í að fylgjast með og greina sannleiksgildi ummæla og yfirlýsinga Trump, segir að þetta sé í þriðja sinn á þessu ári sem forsetinn eignar sér ranglega heiðurinn af opnun verksmiðja sem hann hefur heimsótt. Hann geri það iðulega þegar hann skoðar verksmiðjur.Trump has now falsely taken credit for the existence of three plants he has visited this year: one in Texas, one in Louisiana, one in Pennsylvania. It's his standard bit when he visits a manufacturing facility. — Daniel Dale (@ddale8) November 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira