Craig Pedersen hefur verið endurráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.
Pedersen skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við KKÍ.
Kanadamaðurinn hefur þjálfað íslenska landsliðið síðan 2014 en hann tók við því af Peter Öqvist.
Undir stjórn Pedersens komst Ísland á EM 2015 og 2017.
Pedersen stýrði danska úrvalsdeildarliðinu Bakken Bears á árunum 2003-15. Þá var hann aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins um fimm ára skeið (2004-09).
Pedersen endurráðinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
